ROKKÖMMUNNI Tinu Turner er fullljóst að frægðin kostar sitt. Þegar gefið er út lag þarf að leika í myndbandi og þá þarf að hlýða fyrirskipunum og vera langtímum saman í hárgreiðslu og förðun. Hún syngur titillag væntanlegrar James Bond-myndar, Gullauga, eða "Goldeneye".
Tina stendur í ströngu

ROKKÖMMUNNI Tinu Turner er fullljóst að frægðin kostar sitt. Þegar gefið er út lag þarf að leika í myndbandi og þá þarf að hlýða fyrirskipunum og vera langtímum saman í hárgreiðslu og förðun. Hún syngur titillag væntanlegrar James Bond-myndar, Gullauga, eða "Goldeneye".

Hér sést hún við tökur á myndbandinu, en með henni eru hárgreiðslumennirnir Arthur John og förðunarmeistarinn Kevyn Aucoin. Tina hefur alla tíð verið mikill 007-aðdáandi og segir uppáhalds Bond-lagið sitt vera "Goldfinger" sem Shirley Bassey söng árið 1964.