Jón Helgi Sveinbjörnsson Elsku afi. Ég vil með örfáum orðum þakka þér fyrir samverustundir okkar, sem voru allt of fáar, og þar sem ég er svo langt í burtu, alla leið úti í Tokyo, er svo langt fyrir mig að fara til að fylgja þér hinsta spölinn.

En þú ert mér í huga þó langt sé á milli okkar, og vona ég að þú hafir það gott þar sem þú dvelur núna.

Vil ég svo ljúka orðum mínum með þessum erindum sem segja meira en mörg orð.

Margs er að minnast,

margt er hér að þakka.

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.



Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V. Briem.) Guð blessi þig, amma mín.

Þín dótturdóttir,

Erla Birna Birgisdóttir.