Í KVÖLD kl. 21.00 verða þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson með "uppistand" og grínskemmtun í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leikstjóri er Óskar Jónasson. "þeir félagar Jón og Sigurjón hafa getið sér gott orð fyrir útvarpsþátt sinn Heimsendir á Rás 2 auk þess sem þeir hafa kennt landsmönnum "Hegðun, atferli og framkomu" í Dagsljósi í vetur," segir í kynningu.
Kvöldstund með Jóni Gnarr og Sigurjóni

Í KVÖLD kl. 21.00 verða þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson með "uppistand" og grínskemmtun í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leikstjóri er Óskar Jónasson. "þeir félagar Jón og Sigurjón hafa getið sér gott orð fyrir útvarpsþátt sinn Heimsendir á Rás 2 auk þess sem þeir hafa kennt landsmönnum "Hegðun, atferli og framkomu" í Dagsljósi í vetur," segir í kynningu.

Ennfremur segir: "Þeir Jón og Sigurjón munu á skemmtunum sínum fara um víðan völl, myrða mann og annan og gera grín að sjálfum sér og öðrum karlmönnum, vandamálum þeirra, sigrum og sorgum."

Fyrsta skemmtunin verður sem fyrr segir fimmtudaginn 7. desember, sú næsta miðvikudaginn 13. desember og sú þriðja laugardaginn 16. desember. Sýningarnar hefjast kl. 21.00, húsið verður opnað kl. 20.00 og er miðaverð 750 krónur.

Sigurjón og Jón Gnarr.