ERLENT Óttast að 100 þúsund manns hafi týnt lífi Talið er að um 100.000 manns hafi týnt lífi er einn öflugasti landskjálfti aldarinnar reið yfir Kákus lýðveldi Sovétríkjanna að morgni miðvikudags.

ERLENT Óttast að 100 þúsund manns hafi týnt lífi Talið er að um 100.000 manns hafi týnt lífi er einn öflugasti landskjálfti aldarinnar reið yfir Kákus lýðveldi Sovétríkjanna að morgni miðvikudags. Jarðskjálftinn, sem mældist 6,9 stig á Richter, lagði þrjár borgir í Armen´ „u því sem næst við jörðu. Talið er að þetta sé fjórði mannskæðasti landskjálfti sögunnar. Míkhaíl S. Gorbatsjov sem staddur var í New York ákvað að fresta för sinni til Kúbu og Bretlands og snúa til Moskvu til að stjórna hjálparstarfinu. Á föstudag bárust fréttir um að átök hefðu brotist út á ný milli Azera og Armena í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan.

Tilkynningu Sovétsjórnarinnar fagnað

Í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag skýrði Míkhaíl S. Gorbatsjov frá því að ákveðið hefði verið að fækka um 500.000 manns í herafla Sovétmanna á næstu tveimur árum auk þess sem ákveðið hefði verið að skera niður hefðbundinn herafla í A-Evrópu. Ronald Reagan fagnaði þessari ákvörðun við upphaf fundar leiðtoganna á miðvikudag og hefur henni almennt verið vel tekið víða um heim.

PLO viðurkennir Ísrael

Á fundi með leiðtogum bandarískra gyðinga í Stokkhólmi á miðvikudag lýsti Yasser Arafat, leiðtogi PLO, yfir því að ályktanir Þjóðarráðs Palestínu frá fyrra mánuði fælu í sér viðurkenningu á tilverurétti Ísraelsríkis. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt þessa yfirlýsingu áróðursbragð og talsmenn Bandaríkjastjórnar segja að hún muni í engu breyta afstöðu stjórnvalda til PLO.

Nýjar tillögur NATO

Utanríkisráðherrar NATO samþykktu á tveggja daga fundi sínum á fimmtudag og föstudag að stefnt skyldi að helmingsfækkun skriðdreka í herjum austurs og vesturs í Evrópu í fyrirhuguðum viðræðum um niðurskurð hefðbundins herafla í álfunni. Þá samþykktu þeir einnig fyrirkomulag viðræðnanna í samræmi við ályktun Reykjavíkur fundar ráðherranna í júní á síðasta ári.

Walesa í Frakklandi

Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu og þekktasti andófsmaður Póllands, kom til Frakklands á föstudag í boði stjórnvalda þar. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1981 sem Walesa fær leyfi til að ferðast utan Póllands og sagði hann þessa ákvörðun stjórnvalda hafa komið sér mjög á óvart.

Reuter