Theodóra Sigurðardóttir fv. forsætisráðherrafrú - Minning Fædd 12. desember 1899 Dáin 25. desember 1988 Guðný Theodóra Sigurðardóttir fæddist í Hamarskoti í Hafnarfirði

12. desember 1899. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, sjómaður og síðar steinsmiður í Reykjavík, fæddur 20. febrúar 1864 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, dáinn 24. apríl 1942 í Reykjavík og k.h. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 27. jan. 1874 í Króki í Grafningi, d. 20. mars 1940 í Reykjavík. Sigurður og Sigríður bjuggu fyrst í Hamar skoti, uppi á Hamrinum í Hafnarfirði. Þau fluttu síðan að Selskarði á Álftanesi, en til Reykjavíkur fluttu þau um 1908. Þar bjuggu þau um skeið á Laugavegi 62 og síðar á Smiðjustíg. Þau skildu eftir nokkurra ára sambúð í Reykjavík. Sigríður ól síðan upp börn þeirra sex af miklum dugnaði. Sigurður var sjómaður framan af ævi, en þegar hann eltist vann hann við steinsmíði og múrverk og annaðist kyndingu.

Faðir Sigurðar var Sigurður, fæddur 3. desember 1832, dáinn 20. apríl 1912, bóndi á Bakka í Vatnsdal, "sívinnandi dugnaðarmaður við vefnað, smíðar og heyskap", Sigurðsson bónda í Kárdals tungu Tómassonar og k.h. Kristínar Jónsdóttur. Móðir Sigurðar og kona Sigurðar á Bakka var Una, fædd 1831, dáin 17. desember 1906, Bjarnadóttir Snorrasonar og Önnu Loftsdóttur bónda á Kötlustöðum Grímssonar. Systkini Sigurðar voru: a) Gunnlaugur, d. 7. júní 1862 á 2. ári; b) Benedikt, f. 18. janúar 1862 drukknaði 6. janúar 1920, sjómaður í Vörum í Garði. Dóttir hans með Pálínu Jósefsdóttur var Bjarnþóra Jóninna, ljósmóðir í Reykjavík; c) Gunnlaugur, f. 4. maí 1865, d. 2. okt. 1944, bóndi og skipasmiður á Eyrarbakka á Svalbarðsströnd. Hann var kvæntur Þuríði Bjarnadóttur og áttu þau átta börn: Ágústu, húsfreyju á Ólafsfirði og síðar á Akureyri, Ólínu Antoníu á Hvammstanga, Karl Harald, sjómann og skipasmið á Eyrarbakka, síðar í Kópavogi, Önnu, húsfreyju í Tungu, Geitafelli og síðast á Bjarmalandi á Hvammstanga, Unni, Ingu, Emmu og Bergþóru, sem dóu ungar; d) Páll, f. 1866, drukknaði 1878 í Vatnsdalsá; e) Margrét, d. 10. júní 1869, á 2. ári; f) Margrét, f. 19. ágúst 1869, lengi vinnukona í Langadal, ógift og barnlaus; g) Steinunn, f. 6. febr. 1870, d. 1947, saumakona í Vatnsdal, lengst heimilisföst á Undirfelli. Hún lá úti í byl árið 1902 og var fötluð upp frá því. Börn hennar voru: Una Sigurrós og Haraldur Hjálmsson; h) Guðrún, d. 27. apríl 1874, á 2. ári.

Faðir Sigríðar var Guðmundur, bóndi á Króki í Grafningi og síðar á Úlfljótsvatni, f. 3. maí 1827 á Úlfljótsvatni, d. 11. júlí 1885, Þórðarson bónda á Úlfljótsvatni Gíslasonar og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Móðir Sigríðar og bústýra Guðmundar var Ingveldur Jóhanna, f. 23. apríl 1843, Pétursdóttir bónda í Helli í Ölfusi Bjarnasonar og k.h., Aldísar Vigfúsdóttur bónda á Fjalli á Skeiðum Ófeigssonar. Albróðir Sigríðar var: a) Jóhann Pétur, f. 26. sept. 1872, smiður í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Eiríksdóttur frá Kirkjuferju í Ölfusi. Eftir lát Guðmundar bjó Ingveldur Jóhanna með Guðmundi Magnússyni, bónda og hreppstjóra á Úlfljótsvatni og áttu þau tvö börn: b) Magnús, f. 24. jan. 1888, skipasmiður í Reykjavík, átti Kristínu Benediktsdóttur frá Ytrahóli í Fnjóskadal; c) Guðmundur, f. 2. mars 1890, dó innan við tvítugt.

Systkini Theodóru voru: 1. Kristín, f. 21. júlí 1898, d. 8. sept. 1979, húsfreyja lengi í Bartelshúsi við Hverfisgötu í Reykjavík, gift Sveini Jónssyni, sjómanni. Börnþeirra: Haukur, bifreiðastjóri í Reykjavík; Sigrún , húsfreyja í Reykjavík, Sveindís, húsfreyja í Reykjavík, Theodóra, húsfreyja í Reykjavík, Haraldur í Reykjavík, Guðrún, húsfreyja í Reykjavík og Konráð Ragnar í Reykjavík; 2. Ingveldur, f. 15. maí 1901, d. 29. maí 1980, átti heima í Reykjavík, ógift og barnlaus; 3. Haraldur, f. 10. júlí 1902, d. 27. apríl 1967, múrarameistari í Reykjavík, átti Herdísi Guðjónsdóttur. Börn þeirra eru: Sigríður, húsfreyja í Mosfellsbæ, Auður, húsfreyja í Reykjavík, og Sigurður, sagnfræðingur; 4. Una Sigríður, f. 24. maí 1904, d. 26. apríl 1981, giftist Böðvari Högnasyni, verkstjóra. Börn þeirra eru: Högni, prófessor í Svíþjóð, Hjördís, húsfreyja í Reykjavík, og Þórunn, húsfreyja í Reykjavík; 5. Hrefna, f. 13. júlí 1916, lengi skrifstofumaður í Reykjavík.

Theodóra ólst upp í Reykjavík. Sumarið 1926 réðst hún í kaupavinnu að Hvanneyri í Borgarfirði til ungs búfræðikandidats og kennara þar, Steingríms Steinþórssonar. Með þeim tókust ástir og opinberuðu þau trúlofun sína á gamlárskvöld það ár. 17. júní 1928 giftust þau og um haustið tók Steingrímur við skólastjórn bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Þar gegndi Theodóra umsvifamiklu húsfreyju starfi til ársins 1935, er Steingrímur tók við embætti búnaðarmálastjóra, en þá fluttu þau tilReykjavíkur, og þar áttu þau heimili æ síðan. Theodóra ávann sér trúnað og traust Skagfirðinga og naut hún vináttu þeirra ávallt síðan. Gestkvæmt var á Hólum og var skörungskapur Theodóru rómaður, og heimilinu stóra stjórnaði hún af frábærum myndarskap. Ekki er ofmælt, að hún hafi bæði verið elskuð og virt af öllum, sem voru hjá henni, meðan þau dvöldu á Hólum.

Undir haustið 1935 flutti Steingrímur með konu og synina þrjá, Steinþór, Hrein og Sigurð Örn, suður til Reykjavíkur og bjuggu þau sér heimili á Marargötu 2, og þar fæddist dóttirin Sigrún. Vorið 1939 keyptu þau húsið á Ásvallagötu 60 og bjuggu þar lengst af.

Nú fóru í hönd viðburðarík ár. Steingrímur varð þingmaður Skagfirðinga 1931 og ýmis trúnaðarstörf hlóðust á hann. Þessu fylgdi mikill gestagangur og líkt og á Hólum leysti Theodóra húsfreyju störfin af miklum myndarbrag.

Theodóra og Steingrímur eignuðust fjögur börn: 1. Steinþór, f. 21. mars 1929, hljóðfæraleikari og myndlistarmaður í Reykjavík, kvæntur Svölu Wigelund, kaupmanni. Börn þeirra eru: a) Hrefna, f. 1. apríl 1949, útstillingahönnuður í Kópavogi. Maður hennar er Þorsteinn Jónsson. Dætur hennar eru Theodóra Svala og Helga Hrönn. b) Steingrímur, f. 15. janúar 1951, mannfræðingur og kennari á Hvammstanga. Kona hans var Kristín Arngrímsdóttir og eiga þau tvö börn: Guðrúnu og Steinþór. c) Pétur, f. 27. mars 1952, rafvirki og flugmaður í Reykjavík. Fyrri kona hans er Jóna Svana Jónsdóttir og eiga þau tvö börn: Elísabetu og Gústav Pétur. Seinni kona Péturs er Helga Matthildur Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. d) Theodóra, f. 14. nóvember 1954, húsfreyja í Bandaríkjunum, gift Oddi Bragasyni og eiga þau þrjúbörn: Steinþór, Christine og Katr ina. e) Guðbjörg, f. 2. júní 1961, húsfreyja í Reykjavík. Fyrri maðurhennar er Einar Valur Einarsson og eiga þau dótturina Hafdísi Svölu. Seinni maður Guðbjargar er Gottskálk Björnsson. 2. Hreinn, f. 27. nóvember 1930, hljómlistarmaður og fræðimaður í Reykjavík, var kvæntur Sigrúnu Gunnlaugsdóttur, teiknikennara, og eiga þau eina dóttur: a) Þóra, f. 29. júní 1954, myndlistarnemi í Reykjavík. Fyrri maður hennar er Þorsteinn Eggertsson og eiga þau tvær dætur, Valgerði og Soffíu. Seinni maðurhennar er Pétur Rúnar Sturluson. 3. Sigurður Örn, f. 14. nóvember 1932, fiðluleikari, guðfræðingur og prófessor í Reykjavík. Fyrsta kona hans var Bríet Héðinsdóttir, leikkona, og eiga þau tvær dætur: a) Sigríður Laufey, f. 10. maí 1955, fiðluleikari í Reykjavík. Maðurhennar er Þorsteinn Jónsson frá Hamri. b) Guðrún Theodóra, f. 24. desember 1959, sellóleikari í Reykjavík. Dóttir hennar með fyrri manni sínum er Ester Casey. Seinni maður hennar er Szymon Kuran fiðluleikari. Önnur kona Sigurðar var Maja Sigurðardóttir, sálfræðingur. Þau eiga einn son: c) Sigurður Andri, f. 3. desember 1962. Þriðja kona Sigurðar er Guðrún Kristín Blöndal, hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö börn; d) Theodóra Jóna, f. 27. desember 1967 og e) Elsa María, f. 12 janúar 1977. 4. Sigrún, f. 25. júní 1936, húsfreyja í Hafnarfirði, gift Bjarna Magnússyni, bankaútibússtjóra. Þau eiga fjögur börn: a) Dóra Margrét, f. 20. ágúst 1956, fóstrunemi og húsfreyja í Hafnarfirði, gift Sigurjóni Pálssyni. Þau eiga fjögur börn: Sigrúnu, Pál, Lovísu Lind og Dóru Birnu. b) Ingunn, f. 24. nóvember 1957, húsfreyja í Hafnarfirði, gift Gunnari Rúnari H. Óskarssyni og eiga þau fjögur börn: Margréti Ósk, Óskar Hafnfjörð, Bjarna og óskírða dóttur. c) Magnús, f. 19. ágúst 1963, viðskiptafræðingur í Hafnarfirði. Kona hans er Anna Sveinsdóttir og eiga þau tvö börn: Erlu Karen og Bjarna. d) Steingrímur, f. 14. okt. 1971.

Steingrímur lést 14. nóv. 1966. Síðustu árin hélt Theodóra heimili með Hreini, syni sínum, sem reyndist henni mikil stoð. Heimili þeirra var miðstöð allrar fjölskyldunnar. Þangað var alltaf gaman að koma. Theodóra fylgdist vel með sínu fólkiog hélt hópnum saman.

Theodóra var óvenju glæsileg kona, fríð og tíguleg. Glæsileik sínum og reisn hélt hún til hinstu stundar, það bókstaflega geislaði af persónuleika hennar.

Minningin um Theodóru Sigurðardóttur mun lifa.

Hrefna og Þorsteinn