LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýnir í dag leikritið Áfram Latibær sem er gert eftir sögu Magnúsar Scheving, Áfram Latibær. Bókin kom út fyrir síðustu jól og fékk Sigurgeir Scheving strax áhuga á að setja upp leikrit byggt á bókinni. Fékk hann leyfi Magnúsar til að gera leikgerð eftir sögunni. Sigurgeir leikstýrir jafnframt verkinu, en um 30 leikarar taka þátt í sýningunni.
Áfram Latibær

LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýnir í dag leikritið Áfram Latibær sem er gert eftir sögu Magnúsar Scheving, Áfram Latibær. Bókin kom út fyrir síðustu jól og fékk Sigurgeir Scheving strax áhuga á að setja upp leikrit byggt á bókinni. Fékk hann leyfi Magnúsar til að gera leikgerð eftir sögunni. Sigurgeir leikstýrir jafnframt verkinu, en um 30 leikarar taka þátt í sýningunni.

Aðalhlutverk leikritsins, íþróttaálfurinn, er í höndum Hrundar Sigurðardóttur Scheving, barnabarns Sigurgeirs leikstjóra.

Auk Sigurgeirs kom að leikgerðinni Guðrún Jónsdóttir sem samdi alla söngtexta. Hólmfríður Sigurðardóttir er aðstoðarleikstjóri og Sigurfinnur Sigurfinnsson sá um gerð leikmyndar.

Ljósmynd/Sigurgeir ATRIÐI úr Áfram Latibær sem Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í dag.