SETNINGARATHÖFN tuttugustu og sjöttu Ólympíuleika nútímans fór fram í Atlanta í Bandaríkjunum í nótt. Athöfnin átti að hefjast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma og ljúka rúmlega fjögur í nótt. Keppendur að þessu sinni eru ríflega 10.000 frá 197 þjóðum og hafa þátttökuþjóðir aldrei verið fleiri.
Ólympíuleikarnir hafnir í Atlanta í Bandaríkjunum

Ríflega

10.000

keppendur

Atlanta. Morgunblaðið.

SETNINGARATHÖFN tuttugustu og sjöttu Ólympíuleika nútímans fór fram í Atlanta í Bandaríkjunum í nótt. Athöfnin átti að hefjast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma og ljúka rúmlega fjögur í nótt. Keppendur að þessu sinni eru ríflega 10.000 frá 197 þjóðum og hafa þátttökuþjóðir aldrei verið fleiri.

Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, átti að setja þessa 100 ára afmælisleika formlega. Mikla athygli vakti er fatlaður bogfimimaður skaut ólympíueldinum með ör sinni upp í skálina þar sem hann síðan logaði meðan á leikunum stóð í Barcelona fyrir fjórum árum, en mikil leynd hvíldi yfir því hvernig staðið yrði að málum nú. Ekkert var látið uppi um það fyrirfram, né hver eða hverjir hlypu síðasta spölinn með eldinn en talsmaður framkvæmdanefndar lét þó hafa eftir sér að það vekti örugglega athygli hvernig eldurinn yrði tendraður.

Fyrsti íslenski keppandinn sem spreytir sig á leikunum að þessu sinni er Rúnar Alexandersson. Hann hefur keppni í dag og verður þar með fyrsti íslenski fimleikamaðurinn sem keppir á Ólympíuleikum.

Á morgun verður Vernharð Þorleifsson, júdókappi, svo í eldlínunni og Rúnar aftur á mánudaginn. Níu íslenskir íþróttamenn taka örugglega þátt í leikunum; þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn og einn keppandi í badminton, fimleikum og júdó. Hugsanlegt er að sá tíundi bætist við, Sigurður Einarsson spjótkastari gerir lokaatlögu að ólympíulágmarkinu á morgun.Ólympíuleikarnir/C1-12

Reuter DEXTER King, sonur mannréttindafrömuðarins Martins Lúters King, var einn þeirra sem hljóp með ólympíueldinn síðasta spölinn um götur Atlanta en setningarathöfn leikanna hófst upp úr miðnætti að íslenskum tíma.