17. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð

MENNINGARNÓTT Í MIÐBORGINNI

MENNINGARNÓTT í Reykjavík verður formlega sett með dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 22.30. Nokkrir atburðir hefjast þó fyrr um kvöldið. Menningarnóttin sem stendur fram eftir nóttu er haldin í fyrsta sinn í tengslum við 210 ára afmæli borgarinnar.
MENNINGARNÓTT

Í MIÐBORGINNI

MENNINGARNÓTT í Reykjavík verður formlega sett með dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 22.30. Nokkrir atburð ir hefjast þó fyrr um kvöldið. Menningarnóttin sem stendur fram eftir nóttu er haldin í fyrsta sinn í tengslum við 210 ára afmæli borgarinnar.

Tónlistarmenn, myndlistarmenn, leikarar, rithöfundar og fleiri koma fram í fjölmörgum dagskráratriðum í sýningarsölum, verslunum og á götum borgarinnar. Mörg atriði eru sérstaklega unnin fyrir menningarnóttina, en önnur hafa verið í gangi og koma til liðs við menningarnóttina. Tilgangurinn er að fólk geti notið listar á óhefðbundnum tíma eða þegar margir leita afþreyingar á veitingahúsum og skemmtistöðum.

Tónlistin verður stór þáttur nætturinnar. Á opnunarhátíðinni í Ráðhúsinu syngja karla- og kvennakórar og barnakór og Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jón Ásgeirsson flytja tónlist. Í Dómkirkjunni verður tónlistarflutningur og almennur söngur. Þar leikur einnig Jazztríó og Þorvaldur Halldórsson, Anna Pálína Árnadóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngja við undirleik Gunnars Gunnarssonar og Ástríðar Haraldsdóttur. Óháða listahátíðin gengst fyrir tónleikum í Tunglinu. Í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, sér Kvartett Tómasar R. Einarssonar um létta sveiflu, Einar Kristján Einarsson leikur á klassískan gítar, Bubbi Morthens flytur ljóð við undirleik, nýsjálenski tónlistarmaðurinn Hayden Chisholm leikur og Gunnar Guttormsson og Sigurður Davíðsson flytja vísur Bellmans. Í Lækjarbrekku verður sígild tónlist, einnig verður tónlist í Café au Lait, Ara í Ögri, Nýlistasafninu, Sólon Íslandus og á samkomu Hjálpræðishersins á Lækjartorgi. Félagar í Harmonikufélagi Reykjavíkur leika á hafnarbakkanum þar sem einnig verður opinn bókabíll. Bjarni Arason og Grétar Örvarsson halda tónleika í Gallerí Borg.

Í Hinu húsinu verður leiksýningin Skilaboð til Dimmu og Götuleikhúsið verður með sýningu á Ingólfstorgi. Á Óháðri listahátíð sýnir umhverfisleikhús Leyndra drauma, sýningin Bjartar nætur - Light Nights verður í Tjarnarbíói, atriði úr Ljóshærðu kennslukonunni eftir Ionesco verða leikin hjá Máli og menningu og Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir bregða sér í gervi persóna Gunnlaugs sögu Ormstungu á sama stað (Þau verða einnig í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22). Kvikmyndasögubrot verða sýnd í útibíói við Menntaskólann.

Á opnunarhátið Ráðhússins flytja borgarfulltrúar ljóð að eigin vali. Hjá Máli og menningu munu eftirfarandi rithöfundar lesa: Gerður Kristný, Kristján B. Jónasson, Guðmundur Andri Thorsson, Kristín Ómarsdóttir og Hallgrímur Helgason og Bubbi flytur ljóð sem fyrr segir.

Myndlistinni verður sinnt með þeim hætti að flestir sýningarsalir og gallerí hafa opið. Í Landsbanka Íslands Austurstræti verða sýndar veggmyndir í eigu bankans. Óháða listahátíðin opnar í Fischersundi samsýningu íslenskra og sænskra listamanna og myndlistarsýningu á Veitingahúsinu 22. Þorsteinn J. Vilhjálmsson sýnir hljóðmyndir í Ráðhúskaffi og hjá Máli og menningu. Á Mokka verður opnuð sýning á tattúverkum og líkamsgötunum eftir Fjölni Bragason, en ljósmyndun annaðist Jón Páll Vilhelmsson. Lind Völundardóttir fremur gerning í Nýlistasafninu. Í Eldgömlu Ísafold verður líka gerningur. Listamenn verða að störfum víða í galleríum og útskýra verk sín. Til dæmis verður listamönnum boðið að gerast "leirskáld í eina nótt" í Galleríi Úmbru á Bernhöftstorfunni.

Ýmislegt annað verður til skemmtunar á menningarnótt. Meðal annars verður ljósmyndamaraþonkeppni sem felst í því að taka ljósmyndir af fyrirfram ákveðnum verkefnum og fer skráning fram í verslunum Hans Petersen.Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.