Hæfileikalaus Hanks TITILLAG nýjustu myndar Toms Hanks, "That Thing You Do" hefur verið vinsælt hér á landi upp á síðkastið en í myndinni kemur lagið fyrir í flutningi hljómsveitarinnar Wonders sem slær í gegn á sjöunda áratugnum.

Hæfileikalaus Hanks

TITILLAG nýjustu myndar Toms Hanks, "That Thing You Do" hefur verið vinsælt hér á landi upp á síðkastið en í myndinni kemur lagið fyrir í flutningi hljómsveitarinnar Wonders sem slær í gegn á sjöunda áratugnum. Ásamt því að leikstýra myndinni, leika aðalhlutverkið og skrifa handritið þá átti Hanks þátt í að semja fyrrnefnt lag auk þriggja annarra laga í myndinni. "Ég hef aldrei samið lög af neinni alvöru áður," segir Hanks. "Ég kann sex hljóma á gítar og tek hann stundum upp í jólafríinu og leik nokkur létt lög fyrir fjölskylduna." Hann segist aldrei hafa verið í hljómsveit í menntaskóla enda segist hann nær enga hæfileika hafa í tónlist. "Tónlistarreynsla mín samanstendur af sex vikna fiðlunámi, söng í kór auk þess sem ég söng í söngleiknum "South Pacific" í menntaskóla." Hanks segist hafa á árum áður einkum hlustað á brimtónlist auk tónlistar hljómsveitanna Hondells, Rip Chords og Trashmen.

TOM Hanks í hlutverki sínu í myndinni "That Thing You Do".