Reuter Ráðherraefni hnígur niður LÖGFRÆÐINGURINN William Daley hneig niður við athöfn í Hvíta húsinu í gær þegar Bill Clinton forseti tilnefndi hann viðskiptaráðherra.

Reuter Ráðherraefni hnígur niður

LÖGFRÆÐINGURINN William Daley hneig niður við athöfn í Hvíta húsinu í gær þegar Bill Clinton forseti tilnefndi hann viðskiptaráðherra. Forsetinn hjálpar hér aðstoðarmönnum sínum að reisa Daley upp og þeir leiddu hann út úr salnum. Hann sneri aftur skömmu síðar við mikinn fögnuð viðstaddra og kvaðst hafa fallið í yfirlið vegna hita í salnum, auk þess sem hann hefði ekkert borðað um daginn.

Clinton tilnefnir/20