KRISTJÁN KARLSSON EITT JÁ Eitt já hékk í þögninni óbreytt og öllu var lokið eitt já ein þögn eitt algrænt blað sem er einstöku sinnum eftir af öllu laufskrúði trjánna fram eftir vetri er horfið einn dag eitt stakt já og óvið- komandi árstíð og spurningu...

KRISTJÁN KARLSSON EITT JÁ Eitt já hékk í þögninni óbreytt og öllu var lokið eitt já ein þögn eitt algrænt blað sem er einstöku sinnum eftir af öllu laufskrúði trjánna fram eftir vetri er horfið einn dag eitt stakt já og óvið-

komandi árstíð og

spurningu nægir mér

nægir mér ást mín.