Þjóðverjar styðja Lennart Johansson EGIDIUS Braun, forseti knattspyrnusambands Þýskalands, gerir ekki mikið úr þeim hugmyndum að Franz Beckenbauer, forseti Bayern M¨unchen, fari í framboð sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þegar Joan...

Þjóðverjar styðja Lennart Johansson

EGIDIUS Braun, forseti knattspyrnusambands Þýskalands, gerir ekki mikið úr þeim hugmyndum að Franz Beckenbauer, forseti Bayern M¨unchen, fari í framboð sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þegar Joan Havelange, lætur af störfum 1998. Ljóst er að Svíinn Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur hug á embbættinu. "Johansson er fulltrúi Evrópu. Ég, eins og flestir forráðamenn hjá kattspyrnusamböndum í Evrópu, styð hann," sagði Braun í viðtali þýska blaðið S¨uddeutsche Zeitung í gær. "Ef ekki næst fullkomin samstaða um Johansson, og ef ég veit með vissu að Franz hafi hug á framboði, mun ég nýta alla mína krafta til að styðja hann," sagði Braun.

Beckenbauer hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta sem forseti Bayern á næsta ári, einnig hefur hann sagt að hann hafi ekki hug á að gerast forseti FIFA.