Kvóti á steinbít og langlúru FISKISTOFA hefur sent út úthlutun á endanlegum kvóta í grálúðu og langlúru fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, en þetta er í fyrsta skipti sem þessar tvær tegundir eru kvótabundnar.

Kvóti á steinbít og langlúru

FISKISTOFA hefur sent út úthlutun á endanlegum kvóta í grálúðu og langlúru fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, en þetta er í fyrsta skipti sem þessar tvær tegundir eru kvótabundnar. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Fiskistofu var úthlutað miðað við aflareynslu síðustu þriggja ára, frá 1. júní 1993 til 31. maí 1996.

Í steinbít er aflamarkið 7.560 tonn og 883 í langlúru. Um fiskveiðiáramótin, sem voru þann 1. september sl., var 80% af leyfilegu magni úthlutað til flotans til bráðabirgða, en nú hefur endanleg úthlutun fyrir fiskveiðiárið allt farið fram, að teknu tilliti til allra athugasemda.