HELGA JÓHANNSDÓTTIR Helga Jóhannsdóttir var fædd á Hrauni í Sléttuhlíð 12. desember 1922. Hún lést á heimili sínu Hólavegi 15, 8. desember síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru Stefanía Jónsóttir, f. 18.8. 1898, og Jóhann Jónsson, f. 24.5. 1892, d. 1.3. 1969. Systkini Helgu voru Jón, lögregluþjónn, f. 1918, d. 1971, og Ragna, f. 1919.

Helga giftist Pétri Guðjónssyni 19.10. 1951, hann fæddist 9.6. 1916. Börn þeirra eru: Ragna, f. 1951, m. Magnús Þorsteinsson, þau eiga þrjá syni. Guðjón, f. 1953, m. Jakobína Ásgrímsdóttir, þau eiga þrjú börn. Jóhann, f. 1953, m. Ingibjörg Ásmundsdóttir, dætur þeirra eru tvær. Rannveig, f. 1954, m. Ómar Ólafsson, eiga þau tvo syni. Magnús, f. 1956, m. Elínborg Hilmarsdóttir, eiga þau fjögur börn. Bergþóra, f. 1958, m. Gunnar Steingrímsson, börn þeirra eru fjögur. Svanfríður, f. 1961, m. Hilmar Zophaníasson, þau eiga þrjú börn. Solveig, f. 1963, m. Finnur Sigurbjörnssonn þau eiga þrjú börn. Helga stundaði búskap á Hrauni ásamt Pétri manni sínum til ársins 1981 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Útför Helgu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.