Þorsteinn Friðriksson Með þessum orðum Jónasar Hallgrímssonar langar okkur að minnast Þorsteins Friðrikssonar, sem lést 18. janúar síðastliðinn. Sízt vil eg tala um svefn við þig; þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda;

það kemur ekki mál við mig.

Flýt þér, vinur, í fegra heim;

krjúptu að fótum friðarboðans

og fljúgðu á vængjum morgunroðans

meira að starfa guðs um geim.

Við þökkum Þorsteini fyrir samstarfið og góð kynni á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Aðstandendum hans færum við samúðarkveðjur.

Samstarfsfólk Rf Akureyri.