Tveir listamenn fá starfslaun bæjarlistamanns Kópavogs STARFSLAUN bæjarlistamanns Kópavogs voru afhent í þriðja sinn 11. maí síðstliðinn, á afmæli bæjarins. Að þessu sinni hlutu þauþeir Sigurður Bragason óperusöngvari og Hjörtur Pálsson rithöfundur.

Tveir listamenn fá starfslaun bæjarlistamanns Kópavogs

STARFSLAUN bæjarlistamanns Kópavogs voru afhent í þriðja sinn 11. maí síðstliðinn, á afmæli bæjarins. Að þessu sinni hlutu þauþeir Sigurður Bragason óperusöngvari og Hjörtur Pálsson rithöfundur. Að lokinni afhendingu söng Samkór Kópavogs undir stjórn Stefáns Guðmundssonar lagið Í Kópavogi eftir Sigfús Halldórsson, heiðurs listamann bæjarins, við texta eftir Böðvar Guðmundsson.

Sigurður Bragason hlýtur starfslaun frá 1. júlí til 31. desember næstkomandi. Hann lauk prófi frá Tónlistarskóla Íslands vorið 1978 og frá Söngskólanum í Reykjavík 1981, en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu. Fyrir síðustu jól gaf hann út hljómplötu, en hann hefur einnig sungið í óperum þar á meðal Töfraflautunni eftir Mozart og Tosca eftir Puccini. Sigurður fær starfslaunin til að undirbúa tónleika með verkum eftir Verdi, Donizetti og Bellini, sem ráðgert er að flytja bæði hér heima og erlendis. Einnig mun hann æfa hlutverk í óperu, sem íslenska hljómsveitin flytur á næsta ári.

Hjörtur Pálsson hlýtur starfslaun frá 1. janúar til 30. júní 1990. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1972, en hefur síðan auk fastra starfa sem blaðamaður og dagskrárstjóri ríkisútvarpsins um árabil, lagt stund á ljóðagerð og ritstörf í ríkum mæli og tekið virkan þátt í bókmennta- og menningarlífi. Eftir hann liggja fjórar frumsamdar ljóðabækur, eitt rit um sagnfræði og auk þess hefur hann þýtt mikinn fjölda skáldverka, bæði í bundnu máli og óbundnu. Hjörtur fær starfslaun til að vinnan að ljóðagerð.

(Úr fréttatilkynningu)

Morgunblaðið/Sverrir

Þóranna Gröndal formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, afhenti Sigurði Bragasyni óperusöngvara og Hirti Pálssyni rithöfundi, starfslaun bæjarlista manna Kópavogs.