Afmæliskveðja: Guðlaug Guðmundsdóttir, Bjarnanesi Guðlaug Guðmundsdóttir Bjarnanesi, Nesjum, Hornafirði, er áttræð í dag, 18. maí. Hún er fædd á Austurhóli í Nesjum 18.05.1909 og var sjötta í röðinni af níu systkinum. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Sigurðardóttir og Guðmundur Jónasson. Fimm ára gömul missti hún föður sinn og var þá tekin í fóstur af ættingjum sínum á Stapa í sömu sveit. Þar var hún fram að tvítugsaldri er hún giftist Sigjóni Einarssyni á Meðalfelli. Þar bjugguþau til ársins 1948 er þau fluttu í Bjarnarnes. Þau eignuðust 4 börn, Snorra, Ingibjörgu, Þorstein og Jónu. Sigjón lést árið 1961. Guðlaug hefur tekið virkan þátt í fé lagslífi í sinni sveit til dæmis leikstarfsemi. Hún hefur starfað í kvenfélaginu Vöku frá stofnun þess. Guðlaug býr nú í íbúð aldraðra að Víkurbraut 26 á Höfn. Á afmælisdaginn verður hún á heimili dóttur sinnar að Hagatúni 7, Höfn.

Vinur