Kína: Harðlínumenn með öll ráð í hendi sér Peking, Daily Telegraph. HARÐLÍNUMENN í Peking virðast hafa náð undirtökum á ný eftir nokkurra vikna óvissu. Fram að þessu hafa harðlínumenn virst ráðvilltir og ráðlausir.

Kína: Harðlínumenn með öll ráð í hendi sér Peking, Daily Telegraph.

HARÐLÍNUMENN í Peking virðast hafa náð undirtökum á ný eftir nokkurra vikna óvissu. Fram að þessu hafa harðlínumenn virst ráðvilltir og ráðlausir. Á fimmtudag flutti Li Peng, forsætisráðherra alþýðulýðveldisins, sjónvarpsávarp, en auk þess var sýnd kvikmynd af atburðum þeim er nefndir voru "óróleiki af völdum glæpahysk is", en með því er átt við fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar. Vilja stjórnvöld halda því fram að í raun hafi það verið námsmenn, sem vógu hermenn í hundraðatali en ekki öfugt.

Í tilkynningum frá stjórnvöldum í Peking var ítrekað að sjálfstæð samtök námsmanna og verkamanna væru með öllu ólögleg og var sérstakt símanúmer gefið upp, sem hægt var að hringja í til þessað tilkynna um dvalarstaði "skemmdarvarga og vandræða fólks".

Þessi tilkynning virðist vera merki um að fjöldahandtökur í anda menningarbyltingarinnar alræmdu kynnu að vera í aðsigi.

Auk þessa hefur kommúnistaflokkurinn hrundið af stað herferð gegn eigin flokksmönnum, sem tengjast lýðræðishreyfingunni. Þessi herferð mun runnin undan rifjum Qiao Shi, sem er í stjórnmálaráði flokksins og hefur örygg ismálefni með höndum, en hann er nú talinn vera hinn eiginlegi flokksleiðtogi kommúnista.

Þessar síðustu hræringar í kínverskum stjórnvöldum gefa tilkynna, að aðeins fimm dögum eftir að stúdentar töldu sig hafa breytt ásjónu kínverska stjórnmála um ókomna framtíð, hafi leiðtogar kommúnista grafið stríðsöxina og sameinast um að ganga milli bols og höfuðs lýðræðissinnum.

Það hik, sem menn þóttust verða varir við á fyrstu dögum mótmælanna - til dæmis sú staðreynd að hersveitir voru stöðvaðar af stúdentum - virðist hafa þjónað þeim tilgangi að sannfæra efasemdarmenn í röðum flokksins að harkalegra aðgerða væri þörf. Þótti harðlínumönnum þetta sönnun þessað mótmælin væru í raun gagnbylting, sem ekki yrði þoluð.

Orðrómur þess efnis að einstakar hersveitir hafi tekist á hefur enn enga staðfestingu fengið og eru margir stjórnmálaskýrendur að komast á þá skoðun, að þar hafi í raun aðeins verið um óskhyggju að ræða og að harðlínumenn hafi ávallt haft öll ráð í hendi sér.

Þrátt fyrir að atburðirnir undanfarna daga hafi slegið í baksegl kommúnista, munu valdhafarnir vafalítið telja sér það til tekna, að þeir hafi komið "stöðugleika" á að nýju. Hvort það er rétt þora sérfræðingar í málefnum Kína enn ekki að segja fyrir um.

Reuter

Orðrómur hafði verið á kreiki um að Deng Xiaoping, hinn aldni leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, væri sjúkur en hann hafði ekki sést í nokkra daga. Deng kom fram í kínverska ríkissjónvarpinu í gær og var myndin tekin af sjónvarpsskermi í Tókíó.