JÓN Helgi Bragason varð í þrettánda sæti á Evrópumeistaramótinu í keilu, sem fór fram í Nottingham í Englandi. Hann fagnaði sigri í þremur af átta leikjum sínum, þegar sextán bestu keiluspilararnir af 154 keppendum, mættust um helgina.
Jón Helgi í þrettánda sæti í Englandi

JÓN Helgi Bragason varð í þrettánda sæti á Evrópumeistaramótinu í keilu, sem fór fram í Nottingham í Englandi. Hann fagnaði sigri í þremur af átta leikjum sínum, þegar sextán bestu keiluspilararnir af 154 keppendum, mættust um helgina. Jón Helgi vann Tomas Leanderson frá Svíþjóð sem varð í áttunda sæti, 215­194, Philip Dunn frá Írlandi 225­187 og Antti-pekka Lax frá Finnlandi, sem varð í ellefta sæti, 181­179.

Jón Helgi fékk samtals 3.095 stig - meðalskor 193,4, Norðmaðurinn Tore Torgersen varð sigurvegari, með 3.537 stig - meðalskor 221,1. Finnar fengu silfur og brons ­ Lasse Lintila var annar með 3.501 stig - meðalskor 218,8 og Jouni Helminen þriðji með 2.594 stig - meðalskor 218,4.