GÖTULEIKHÚSIÐ (Götuleikhús Hins hússins) hefur nú verið starfandi frá því í byrjun júní og verkefnin verið næg , segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: "Nú standa fyrir dyrum tvær skemmtilegar uppákomur í þessari viku sem verður fjölmennari en venjulega þar sem Götuleikhúsið, sem samanstendur af 33 einstaklingum á aldrinum 16­25 ára,

Götuleikhúsið og dönsk

lúðrasveit á Austurvelli

GÖTULEIKHÚSIÐ (Götuleikhús Hins hússins) hefur nú verið starfandi frá því í byrjun júní og verkefnin verið næg , segir í fréttatilkynningu.

Einnig segir: "Nú standa fyrir dyrum tvær skemmtilegar uppákomur í þessari viku sem verður fjölmennari en venjulega þar sem Götuleikhúsið, sem samanstendur af 33 einstaklingum á aldrinum 16­25 ára, hefur fengið sér til fulltingis 70 manna danska lúðrahljómsveit, Odense skoleorkester, sem einnig er skipuð ungu fólki á sama aldri og eru þau hér á vegum Skólahljómsveitar Kópavogs í vinabæjarheimsókn.

Þriðjudaginn 1. júlí kl. 14 sameinar allt þetta unga fólk krafta sína á Austurvelli og síðan er ætlunin að vera með sameiginlega skrúðgöngu niður Laugaveginn fimmtudaginn 3. júlí. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 14.30 og er fólk, bæði lítið og stórt, velkomið að taka þátt í þessari gleðimarseringu. Götuleikhúsið á svo eftir að sjást svona hér og þar í kringum miðbæinn út júlí," segir í fréttatilkynningu frá Götuleikhúsinu.