ÍTALIR munu hagnast um 7,8 milljarða dollara á þriðja áfanga sölu sinnar á hlutabréfasölu í risaorkufyrirtækinu eftir einhver mestu tilboð, sem um getur í heiminum, að sögn ítalska fjármálaráðherrans, Carlo Azeglio Ciampi.


Ítalir fagna metsölu á Eni- bréfum

Róm. Reuter.

ÍTALIR munu hagnast um 7,8 milljarða dollara á þriðja áfanga sölu sinnar á hlutabréfasölu í risaorkufyrirtækinu eftir einhver mestu tilboð, sem um getur í heiminum, að sögn ítalska fjármálaráðherrans, Carlo Azeglio Ciampi.

Ciampi sagði að miðað við framboð hefðu þrisvar sinnum of margir skrifað sig fyrir hlutafé. Ítalska fjármálaráðuneytið gerir nú ráð fyrir að hlutur þess í Eni minnki í 51,5% úr 69,1% nú.

Ítalir ætluðu upphaflega að minnka hlut sinn í 54,6%.

"Salan hefur gengið stórkostlega vel," sagði Ciampi.

Um 830,000 Ítalir skrifuðu sig fyrir Eni hlutafé og einnig kom fram mikill áhugi fjárfestingastofnana víða um heim.

"Þetta er eitthvert mesta söluátak, sem fram hefur farið í heiminum," sagði ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Mario Draghi.