UTANRÍKISRÁÐHERRA Íslands fékk ekki boð um að sækja hátíðarhöldin í Hong Kong í tilefni af því að Kínverjar fengu yfirráðin yfir þessari fyrrverandi nýlendu Breta á miðnætti í gær. Að sögn talsmanns ráðuneytisins barst ekkert boð og hefur ekki verið leitað eftir skýringum hjá kínverskum stjórnvöldum um hverju þetta sæti.

Ekki boð

til Íslands

UTANRÍKISRÁÐHERRA Íslands fékk ekki boð um að sækja hátíðarhöldin í Hong Kong í tilefni af því að Kínverjar fengu yfirráðin yfir þessari fyrrverandi nýlendu Breta á miðnætti í gær.

Að sögn talsmanns ráðuneytisins barst ekkert boð og hefur ekki verið leitað eftir skýringum hjá kínverskum stjórnvöldum um hverju þetta sæti. Hann segir hafa heyrst að utanríkisráðherrum 60 landa hafi verið boðið að vera viðstaddir athöfnina, sem þýði einfaldlega að ráðherrum 150 landa hafi ekki verið boðið. Þannig séu ekki fulltrúar allra Norðurlanda í Hong Kong og bendi jafnvel ýmislegt til að aðeins fulltrúar Svía og Finna séu þar staddir í tilefni valdaskiptanna.