FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn, Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og Prjónaskóli Tinnu standa fyrir ókeypis prjónanámskeiðum fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára í sumar. Börnin prjóna það sem þau langar, allt frá sokkum og treflum til einfaldra peysa.
Prjónanámskeið fyrir börn Handverkinu haldið við í Hafnarfirði

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn, Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og Prjónaskóli Tinnu standa fyrir ókeypis prjónanámskeiðum fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára í sumar. Börnin prjóna það sem þau langar, allt frá sokkum og treflum til einfaldra peysa. Á myndinni má sjá fyrsta prjónahópinn og talið frá vinstri eru þær Erna Pétursdóttir, Sif Jónsdóttir, Hrefna Sif Gísladóttir , Hanna Marinósdóttir kennari, Eva Jónsdóttir, Signý Björg Guðmundsdóttir og G.Jóna Guðmundsdóttir.Morgunblaðið/Hugi Hreiðarsson