EINAR Sveinn Ólafsson, verksmiðjustjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, hefur verið ráðinn dreifingarstjóri Olíudreifingar hf. á Akureyri og tekur hann til starfa í ágúst nk. Olíudreifing er í eigu Olís og Olíufélagsins hf. Esso. "Þetta er ný staða og það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni," sagði Einar Sveinn, sem einnig er formaður stjórnar Hafnasamlags Eyjafjarðar.
Einar Sveinn til Olíudreifingar

EINAR Sveinn Ólafsson, verksmiðjustjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, hefur verið ráðinn dreifingarstjóri Olíudreifingar hf. á Akureyri og tekur hann til starfa í ágúst nk. Olíudreifing er í eigu Olís og Olíufélagsins hf. Esso.

"Þetta er ný staða og það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni," sagði Einar Sveinn, sem einnig er formaður stjórnar Hafnasamlags Eyjafjarðar. Olíudreifing hf. tekur yfir birgðastöðvar olíufélaganna og dreifingu á eldsneyti í Eyjafirði. Starfsemin verður til húsa á Oddeyri, þar sem Esso er með aðstöðu.

Ómar Valgarðsson, sem starfað hefur hjá Laxá, tekur við stöðu verksmiðjustjóra af Einari Sveini. Eins og komið hefur fram, lætur Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Laxár af störfum með haustinu og flytur suður á bóginn á ný.