"FRIÐRIK er í fyrsta sæti og tónlistin í öðru," segir söngkonan Maria Montell. Hún og Friðrik krónsprins Dana hafa verið í sambandi í hálft ár. Að hennar sögn er erfitt að venjast allri athyglinni sem fylgir því að vera í tygjum við prins: "Friðrik hefur vanist þessari athygli frá barnæsku en ekki ég," segir Maria.

Undir smásjá

"FRIÐRIK er í fyrsta sæti og tónlistin í öðru," segir söngkonan Maria Montell. Hún og Friðrik krónsprins Dana hafa verið í sambandi í hálft ár. Að hennar sögn er erfitt að venjast allri athyglinni sem fylgir því að vera í tygjum við prins: "Friðrik hefur vanist þessari athygli frá barnæsku en ekki ég," segir Maria. Danskir fjölmiðlar hafa fylgst náið með sambandinu frá byrjun en þó tókst þeim Mariu og Friðrik að vera óáreitt í fríi sínu í Víetnam á dögunum.Maria Montell.