Ólöglegir hnífar í höndum barna LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af tveimur 10 ára drengjum sem sáust með stóra hnífa undir höndum. Hnífarnir voru báðir ólöglegir vegna stærðar sinnar og sögðust drengirnir hafa keypt hnífana í verslun í bænum. Að mati lögreglu verður að teljast vítavert að selja ungum börnum slíka hnífa.
Ólöglegir hnífar

í höndum barna

LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af tveimur 10 ára drengjum sem sáust með stóra hnífa undir höndum. Hnífarnir voru báðir ólöglegir vegna stærðar sinnar og sögðust drengirnir hafa keypt hnífana í verslun í bænum. Að mati lögreglu verður að teljast vítavert að selja ungum börnum slíka hnífa.

Nokkuð hefur verið um að rúður hafi verið brotnar í biðskýlum SVA. Tvær rúður voru brotnar í síðustu viku, í biðskýli við Þingvallastræti og Miðsíðu. Lögreglan hafði hendur í hári manns sem braut rúðuna við Miðsíðu, sá var ölvaður og sagðist hafa hent bjórflösku í rúðuna sem brotnaði.

Þá var bifreið sem stóð á bílastæði við Furulund rispuð með einhverju oddhvössu og rúða í Lundarskóla var brotin.