ELÍSABET Waage hörpuleikari og Wout Oosterkamp bassa­baritón söngvari halda tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleikaröð sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir C. Huygens, F. Schubert, M. Flothuis, R. Schumann, G. Fauré, Jón Þórarinsson og M. Ravel.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Elísabet Waage og

Wout Oosterkamp

ELÍSABET Waage hörpuleikari og Wout Oosterkamp bassa­baritón söngvari halda tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleikaröð sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

Á efnisskrá eru verk eftir C. Huygens, F. Schubert, M. Flothuis, R. Schumann, G. Fauré, Jón Þórarinsson og M. Ravel.

Elísabet Waage hefur starfað á Íslandi og í Hollandi auk margra annarra Evrópulanda og leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni, Autunno Ensemble í Hollandi, Avanti í Finnlandi og Århus Sinfonietta í Danmörku.

Hollenski bassa­baritón söngvarinn Wout Oosterkamp hefur haldið tónleika í nær öllum löndum Evrópu og í Ameríku. Nútímatónskáld hafa skrifað mörg óperuhlutverk fyrir hann, segir í kynningu. Frá 1986 hefur Wout Oosterkamp verið söngkennari við Konunglega tónlistarháskólann í Haag.

Tónleikarnir standa í um það bil eina klukkustund. Kaffistofa safnsins verður opin að tónleikum loknum.

Tónleikar í Skálholti og Vík

Elísabet Waage og Wout Oosterkamp halda tónleika í Skálholti miðvikudaginn 2. júlí og í Vík í Mýrdal fimmtudaginn 3. júlí.

Elísabet Waage hörpuleikari.

Wout Oosterkamp bassa­ baritón söngvari.