SVANAS¨ONGUR fjórðungsmótanna var sunginn í blíðskaparveðri á Kaldármelum á sunnudag eftir fjögra daga samkomu hestamanna þar sem skiptust á skin og skúrir. Mótið hófst á fimmtudegi með blíðuveðri en föstudaginn rigndi að heita má látlaust allan daginn. Laugardagurinn slapp fyrir horn með úrkomuna en sunnudaginn sem var hápunktur mótsins var fagurt veður.
Fjórðungsmótin liðin hjá- hvað tekur við? HESTAR SVANAS¨ONGUR fjórðungsmótanna var sunginn í blíðskaparveðri á Kaldármelum á sunnudag eftir fjögra daga samkomu hestamanna þar sem skiptust á skin og skúrir. Mótið hófst á fimmtudegi með blíðuveðri en föstudaginn rigndi að heita má látlaust allan daginn. Laugardagurinn slapp fyrir horn með úrkomuna en sunnudaginn sem var hápunktur mótsins var fagurt veður. Mótið fór vel fram að flestu leiti, hrossin frekar í betri kantinum miðað við fyrri mót á þessum stað og framkvæmd þokkaleg. Á sunnudag settu langdregnar afkvæmasýningar alla dagskrá verulega úr skorðum. Var dagskrá komin einum og hálfum tíma á eftir áætlun.Umgjörð kappreiða var meira og minna úr skorðum, bæði framkvæmd og vallaraðstæður. Nú þegar síðasta fjórðungsmótið hefur verið haldið velta menn fyrir sér hvaða háttur verði hafður á varðandi stórmótahald í austur og vesturlandsfjórðungum. Nú hafa menn frjálsar hendur til að endurskipuleggja frá grunni. Möguleiki fyrir opin mót skapast en þau gætu orðið mikil lyftistöng fyrir hestamennskuna í fjórðungunum. Fyrirkomulag fjórðungsmótanna er greinilega gengið sér til húðar. Vænlegast er að málefnið verði skoðað með opnum huga í því augnamiði að auka aðsókn og áhuga keppnismanna um land allt fyrir mótunum.

Líklegt er að haldið verði mót í hvorum fjórðungi fyrir sig sitthvoru megin við landsmót. Nú ríður á að menn opni hugann og bindi sig ekki á klafa hefðar og fortíðar heldur líti djarfir fram á veginn.