TÆPLEGA 1.800 nýnemar hafa skráð sig til náms við Háksóla Íslands fyrir næsta haust. Þrátt fyrir að skráningu sé að mestu lokið má búast við að heildarfjöldi nýnema verði um 2.200 í haust sem er svipaður fjöldi og fyrir ári. Einnig bendir allt til að skipting nýnema milli deilda sé svipuð og í fyrra. Skráning nýnema í Háskólann fór fram dagana 22. maí til 5.

Svipaður fjöldi ný-

nema skráður í HÍ

TÆPLEGA 1.800 nýnemar hafa skráð sig til náms við Háksóla Íslands fyrir næsta haust. Þrátt fyrir að skráningu sé að mestu lokið má búast við að heildarfjöldi nýnema verði um 2.200 í haust sem er svipaður fjöldi og fyrir ári. Einnig bendir allt til að skipting nýnema milli deilda sé svipuð og í fyrra.

Skráning nýnema í Háskólann fór fram dagana 22. maí til 5. júní, en stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri, sem útskrifast seinna en stúdentar annarra skóla, höfðu undanþágu til 18. júní til að skrá sig. Brynhildur Brynjólfsdóttir, deildarsjóri hjá nemendaskrá Háskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið að einnig væri heimild til að veita sérstakar undanþágur til skráningar til 8. ágúst. Þá er töluvert um að nemendur sem þegar eru í námi í Háskólanum og standast ekki kröfur í haustprófum skrái sig aftur sem nýnema næsta haust. Af þessum ástæðum verður ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda nýnema í Háskólanum fyrr en í haust, en búast mætti við að hann yrði svipaður og í byrjun síðasta árs.

Veldur erfiðleikum

Að sögn Brynhildar veldur það töluverðum erfiðleikum fyrir allt skipulag innan Háskólans hve seint skráningu lýkur að fullu. Það sem veldur ekki síður vanda er að of stór hluti eldri nemenda dregur að endurskrá sig fram á síðust stundu. "Við auglýstum nýlega eftir eldri nemendum í Morgunblaðinu en við búumst við að töluverður fjöldi eigi nú þegar eftir að skrá sig. Það er því erfitt að gera sér grein fyrir heildartölu nemenda á næstkomandi haustmisseri."

Af þeim nýnemum sem þegar hafa skráð sig við Háskólann lítur út fyrir að skipting nemanda milli deilda verði svipuð og í fyrra. Þannig hafa 20 nýnemar skráð sig í guðfræði, 136 í læknisfræði, 120 í lagadeild, 304 í heimspekideild og 233 í raunvísindadeild.

Eins og síðustu ár eru konur meirihluti nemenda við Háskólann og er sama hvort litið er til skráningar nýnema eða heildarfjölda nemenda við skólann. Einnig virðist skipting kynjanna vera svipuð milli deilda í ár og síðasta ár. Í öllum deildum nema viðskipta- og hagfræðideild og verkfræði- og raunvísindadeild eru konur meirihluti skráðra nýnema.