STÆRSTI atburðurinn á dagskrá "Íslandsvinanna" í Frakklandi í sumar er þátttaka Íslendinga í evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem nú stendur í La Baule, skammt fyrir utan Saint-Nazaire. Þrjár myndir eru sýndar; Agnes eftir Egil Eðvarðsson, Djöflaeyjan og Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Íslenskar myndir sýndar

í Frakklandi

STÆRSTI atburðurinn á dagskrá "Íslandsvinanna" í Frakklandi í sumar er þátttaka Íslendinga í evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem nú stendur í La Baule, skammt fyrir utan Saint-Nazaire. Þrjár myndir eru sýndar; Agnes eftir Egil Eðvarðsson, Djöflaeyjan og Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson.

"Íslandsvinirnir", eru samtök sem vinna að menningar- og vinatengslum Íslands og Frakklands. Síðustu tólf árin hefur Francois Scheefer, sem nú er forseti samtakanna, unnið að menningar- og vinatengslum milli Frakklands og Íslands. Í byrjun þessa mánaðar var opnuð farandljósmyndasýning í Norður-Bretagne, sem hefur það að markmiði að kynna Ísland, náttúru landsins og sögu þjóðarinnar.

Að tengslunum stóðu upphaflega skólar landanna tveggja, af hálfu Íslands frá sjö kaupstöðum; Keflavík, Garðabæ, Fáskrúðsfirði, Patreksfirði, Reykjavík, Selfossi og Borgarnesi, en af hálfu Frakklands skólar í héruðum Norður-Frakklands, í Ölpunum og Bretagne-Normandy auk Atlantshafsstrandarinnar. Hópur frá Patreksfirði var viðstaddur opnun sýningarinnar, í Norður-Bretagnísem fram fór .

Önnur sýning mun svo standa yfir í Nantes í allt sumar, sem byggir á bók Jules Vernes, Leyndardómum Snæfellsjökuls. Þar er markmiðið að kynna Snæfellsnes og nánasta umhverfi fyrir íbúum Suður-Bretagne, en svo vill til að Jules Verne fæddist í Nantes.

Francois Scheefer og kona hans Caroline í apríl síðastliðnum.