Hafþór Vestfjörð Sigurðsson Legg ég nú bæði líf og önd,

ljúfi Jesú, í þína hönd,

síðast þegar ég sofna fer

sitji Guðs englar yfir mér.

(Hallgr. Pét.) Litla stúlkan hlustaði: "Afi Hafþór er hjá Guði. Hann fór að sofa og vaknar ekki aftur." Hún svaraði brosandi: "Afi Hafþór vaknar til Guðs."

Vertu nú yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni

sitji Guðs englar saman í hring,

sænginni yfir minni.

(Sig. Jónsson) Elsku afi minn.

Ásta Margrét Helgadóttir.