29. júlí 1989 | Innlendar fréttir | 125 orð

Garður: Gömul íbúðarhús rifin Garði. Að undanförnu hefir sveitarsjóður

Garður: Gömul íbúðarhús rifin Garði. Að undanförnu hefir sveitarsjóður Gerðahrepps fest kaup á þremur gömlum íbúðarhúsum, Sjólyst, Steinboganum og húsi sem Una Guðmundsdóttir átti og stendur á sjávarkambinum skammt frá höfninni.

Garður: Gömul íbúðarhús rifin Garði. Að undanförnu hefir sveitarsjóður Gerðahrepps fest kaup á þremur gömlum íbúðarhúsum, Sjólyst, Steinboganum og húsi sem Una Guðmundsdóttir átti og stendur á sjávarkambinum skammt frá höfninni.

Ákveðið hefir verið að rífa tvö fyrrnefndu húsin og hefir verktaki í bænum fengið það verkefni. Yngri kynslóðin í bænum hafði af þessu fregnir og notaði tækifærið á meðan vinnuvélarnar eru ókomnar og braut allar rúður í húsunum. Í Gerðahverf inu skammt frá fyrrnefndum húsum stendur gamla símstöðin. Ekki hefir verið búið þar að undanförnu. Í sakleysi sínu héldu krakkarnir að þetta hús ætti einnig að rífa og brutu í því flestar rúður.

Arnór

Morgunblaðið/Arnór

Sjólyst, annað húsanna sem hverfur næstu daga. Í baksýn má sjá gömlu símstöðina.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.