DAGBÓK Háskóla Íslands 22.­24. janúar 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Fimmtudagurinn 22. janúar: Finnbogi R. Þormóðsson, taugalíffræðingur flytur fyrirlestur um "Endurnýjun sjóntaugar í gullfiskum.
Dagbók Háskóla Íslands DAGBÓK Háskóla Íslands 22.­24. janúar 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is

Fimmtudagurinn 22. janúar:

Finnbogi R. Þormóðsson, taugalíffræðingur flytur fyrirlestur um "Endurnýjun sjóntaugar í gullfiskum." Fyrirlesturinn er fluttur í málstofu í læknadeild og fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, efstu hæð kl. 16.

Föstudagurinn 23. janúar:

Jenný Inga Eiðsdóttir nemi í ljósmóðurfræðum kynnir lokaverkefni sitt "Belgjarof í fæðingu. Réttur konunnar, samráðsviðhorfið, hlutverk ljósmóðurinnar", og Halla Hersteinsdóttir nemi í ljósmóðurfræðum kynnir lokaverkefni sitt: "2. stig fæðingar: Undur náttúrunnar." Fyrirlestrar þeirra verða haldnir í málstofu í ljósmóðurfræðum sem fram fer í kennslustofu í kjallara kvennadeildar Lsp. kl. 14.30­16.30.

Dregið verður í Heita pottinum hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Laugardagurinn 24. janúar:

Tólfta Rasmus Kristján Rask- ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í stofu 101 í Odda. Ráðstefnan hefst klukkan 9.55 og flytja sjö fræðimenn fyrirlestra. Þeir eru: Höskuldur Þráinsson: Harðmæli og linmæli í færeysku. Kristján Árnason: Hljóðkerfisgreining flámælis. ­ Dæmi úr Lóninu. Ari Páll Kristinsson: Úr athugun á málfari í útvarpi. Jóhannes Gísli Jónsson: Stílfærsla. Halldór Ármann Sigurðsson: Setningaratviksorð. Margrét Jónsdóttir: Hugleiðingar um boðhátt. Magnús Snædal: Um i-stofna lýsingarorða í gotnesku. Í ráðstefnulok kl. 16. verða léttar veitingar í kaffistofunni á fjórðu hæð í Árnagarði.

Sýningar

Stofnun Árna Magnússonar v/Suðurgötu: Handritasýning í Árnagarði er opin almenningi þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14­16 til 15. maí. Frá 1. júní til 31. ágúst er opið daglega kl. 13­17. Hægt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn "Verð ég þá gleymd ­ og búin saga". Brot úr sögu íslenskra skáldkvenna, sýning til 31. jan. 1998. Þar verða sýnd handrit sem geyma uppskriftir ljóða kvenna, frumútgáfur fyrstu ljóðabóka kvenna og ýmsir munir tengdir þeim skáldkonum sem fyrstar létu að sér kveða á opinberum vettvangi.

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ vikuna 19.­24. janúar:

19. jan. kl. 16­19.30. Skattamál ­ nýlegar breytingar. Kennari: Árni Tómasson viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi hjá Löggiltum Endurskoðendum hf. og stundak. HÍ.

22., 23., 29. og 30. jan. kl. 13­17. Bestun biðraða í framleiðslu vöru og þjónustu. Kennarar: Jón Sch. Thorsteinsson markaðsstjóri Sólar og Snjólfur Ólafsson prófessor við HÍ.