Halla Einarsdóttir Hún Halla á Leifsgötunni er dáin. Á laugardagsmorgnum biðum við sem litlar stelpur spenntar eftir að bíllinn hennar renndi í hlað, hún kom nefnilega aldrei tómhent. Halla tók þátt í öllum merkisatburðum með okkur enda litum við alltaf á hana sem hálfgerða ömmu þrátt fyrir að okkur fyndist hún aldrei eldast. Það eru margar kærar minningar sem tengjast henni Höllu og betri og yndislegri manneskja var vandfundin. Halla fylgdist alltaf með okkur systrum og þegar við misstum pabba okkar í sumar var gott að spjalla við Höllu. Þrátt fyrir háan aldur hringdi hún alltaf reglulega til að heyra í okkur og síðasta stoppið við pakkadreifingu á aðfangadag var alltaf hjá Höllu til að óska henni gleðilegra jóla.

Elsku Halla, við þökkum samfylgdina. Hvíl í friði.

Svava og Rannveig Þorkelsdætur.