Nóttin fyllir augu mín söngvum. Ljósin svæfa grænt myrkur götunnar. Gullnir speglar hótelanna kasta töfrum yfir dimm augu næturbarnanna. Ilmur af víni og brenndu kaffi fikrar sig eftir mjóu stræti milli gamalla húsa. Harmur tónlistarinnar vekur nóttina af svefni dagsins meðan sólin hvílist.
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI

MIÐNÆTURGANGA Í BUENOS AIRES

Nóttin fyllir augu mín söngvum.

Ljósin svæfa grænt myrkur götunnar.

Gullnir speglar hótelanna kasta töfrum

yfir dimm augu næturbarnanna.Ilmur af víni og brenndu kaffi fikrar sig

eftir mjóu stræti milli gamalla húsa.

Harmur tónlistarinnar vekur nóttina

af svefni dagsins meðan sólin hvílist.Í hótelgarðinum brýst ástin úr viðjum

og tangóinn kviknar án taumhalds guðanna.

Kona með ungbarn situr á gangstétt

og réttir vegfarendum hönd sína í bæn.Borgardúfurnar kurra á svölum húsanna.

Skeggjaður maður sefur undir gömlum stiga.

Skortítlurnar fara um óhreina staði

þarsem kyrrlátt rökkrið ríkir ótruflað.Nóttin fyllir augu mín söngvum.

Hótel Bauen er opið og fólkið flæðir

um anddyrið út og inn einsog fjársafn.

En ljós heimsins lýsa aðeins þeim ríku.

Höfundurinn er skáld í Reykjavík.