EGGERT Bollason hefur verið ráðinn hafnarstjóri Hafnasamlags Eyjafjarðar BS og var hann valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna. Eggert er öllun hnútum kunnugur hjá Hafnasamlaginu en hann hefur verið hafnarvörður frá stofnun samlagsins og þar áður hafnarvörður hjá Dalvíkurhöfn.
Hafnasamlag Eyjafjarðar BS

Eggert ráðinn hafnarstjóri

EGGERT Bollason hefur verið ráðinn hafnarstjóri Hafnasamlags Eyjafjarðar BS og var hann valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna.

Eggert er öllun hnútum kunnugur hjá Hafnasamlaginu en hann hefur verið hafnarvörður frá stofnun samlagsins og þar áður hafnarvörður hjá Dalvíkurhöfn. Hafnarstjóri hefur eftirlit með rekstri og stjórnun þeirra hafna innan hafnasamlagsins sem eru á Ólafsfirði, Dalvík, Árskógssandi, Hauganesi og Hrísey.

Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, sagði að þar sem Eggert væri orðinn hafnarstjóri, væri næsta verk að ráða hafnarvörð í hans stað.