ÖKUSKÓLINN í Mjódd annast bæði kennslu fyrir þá sem eru að fara í almennt bifreiðapróf og einnig fyrir þá sem ætla í meirapróf eða að fá aukin ökuréttindi eins og það heitir á fagmáli. "Námið er skipulagt þannig að nýtt námskeið hefst í hverri viku og geta menn hafið nám sitt á miðvikudögum," segir Finnbogi G.
Ökuskólinn í Mjódd Meiraprófið

vinsælt

ÖKUSKÓLINN í Mjódd annast bæði kennslu fyrir þá sem eru að fara í almennt bifreiðapróf og einnig fyrir þá sem ætla í meirapróf eða að fá aukin ökuréttindi eins og það heitir á fagmáli.

"Námið er skipulagt þannig að nýtt námskeið hefst í hverri viku og geta menn hafið nám sitt á miðvikudögum," segir Finnbogi G. Sigurðsson formaður skólastjórnar, "námstíminn er því í raun sveigjanlegur og geta nemendur ráðið því hversu lengi þeir eru að ljúka við allt námið."

Aukin ökuréttindi felast í kennslu á rútur, vörubíla, leigubíla og vörubíla með tengivagni sem er valfag. "Á síðasta skólaári var metaðsókn að auknum ökuréttindum," segir Finnbogi, "en fyrsta námskeiðið á þessu skólaári hófst 12. ágúst síðastliðinn. Hér er góð kennsluaðstaða og höfum við faglærða kennara með mikla reynslu og birtist það í því að sjaldgæft er að nemendur falli á prófum."

"Á SÍÐASTA skólaári var metaðsókn að auknum ökuréttindum," segir Finnbogi G. Sigurðsson.