TILEFNIÐ er ár hafsins og að því er segir í námskeiðslýsingu vill Háskólinn taka höndum saman við leikskólana í landinu til þess að efla tilfinningu barna fyrir lífríki hafsins. "Börn kynnast lífríki hafsins einna helst með því að skoða fiskabúr. Hér á landi synda í fiskabúrum marglitir suðrænir smáfiskar, sem hafa verið keyptir í gæludýrabúðum.
Ár hafsins Margt býr í fjörunni

Leikskólakennarar geta nú lært um lífríki fjörunnar og hvernig halda má fiskabúr í leikskólum á námskeiði sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands stendur að í samvinnu við Sjávarútvegsstofnun.

TILEFNIÐ er ár hafsins og að því er segir í námskeiðslýsingu vill Háskólinn taka höndum saman við leikskólana í landinu til þess að efla tilfinningu barna fyrir lífríki hafsins.

"Börn kynnast lífríki hafsins einna helst með því að skoða fiskabúr. Hér á landi synda í fiskabúrum marglitir suðrænir smáfiskar, sem hafa verið keyptir í gæludýrabúðum. Hvernig getum við kynnst lífinu í okkar eigin fjörum? Er hægt að hafa dýr og plöntur sem þar finnast í fiskabúri? Svarið er já ­ og það er reyndar auðveldara en margur hyggur," segir ennfremur í lýsingu á námskeiðinu.

Námskeiðið verður haldið 7. og 8. september en þá daga verður óvenjumikil fjara í Reykjavík.

Morgunblaðið/RAX FJÖR í fjöruferð.