ÍSLENSK menning og þjóðlegar hefðir í handverki eru í hávegum hafðar í Heimilisiðnaðarskólanum en jafnframt því að viðhalda hefðunum er unnið að endurnýjun þeirra, þar sem þekktum vinnuaðferðum er beitt til þess að gera nýja hluti. Einnig eru kenndar nýjungar í handverki og áhersla lögð á góð vinnubrögð.
Heimilisiðnaðarskólinn Þjóðlegar hefðir í handverki í hávegum

ÍSLENSK menning og þjóðlegar hefðir í handverki eru í hávegum hafðar í Heimilisiðnaðarskólanum en jafnframt því að viðhalda hefðunum er unnið að endurnýjun þeirra, þar sem þekktum vinnuaðferðum er beitt til þess að gera nýja hluti. Einnig eru kenndar nýjungar í handverki og áhersla lögð á góð vinnubrögð.

Á námskrá skólans eru námskeið í þjóðbúningasaumi, baldýringu, knipli, tóvinnu, vefnaði, spjaldvefnaði, fótvefnaði og bandgerð, jurtalitun, prjóntækni, dúkagerð, fatasaumi, bútasaumi, útsaumi, þæfingu, tauþrykki, silkimálun, leðursmíði, útskurði, körfugerð og pappírsgerð. Þá eru föndurnámskeið haldin fyrir jól og páska, námskeið fyrir börn og leiðbeinendur aldraðra.

Að sögn Heiðar Vigfúsdóttur, formanns Heimilisiðnaðarfélags Íslands, njóta námskeið í þjóðbúningasaumi sívaxandi hylli og eru þátttakendur í námskeiðunum á öllum aldri. Nemendahópar eru fámennir og verði mjög stillt í hóf, að sögn Heiðar. Kennsla fer fram á kvöldin og um helgar en skólinn er til húsa að Laufásvegi 2 í Reykjavík.