JEAN-Claude Van Damme hefur hrapað í vinsældum upp á síðkastið og ekki að ástæðulausu, að því er belgíska vöðvabúntið greinir frá í væntanlegu tölublaði af Entertainment Weekly. Þar greinir hann frá því að hann hafi átt við kókaínfíkn að stríða alveg þar til í fyrra. Einnig kemur fram að hann hafi verið nær dauða en lífi á hótelherbergi í Hong Kong: "Það leið næstum því yfir mig..
Van Damme var djúpt sokkinn

í eiturlyf

JEAN-Claude Van Damme hefur hrapað í vinsældum upp á síðkastið og ekki að ástæðulausu, að því er belgíska vöðvabúntið greinir frá í væntanlegu tölublaði af Entertainment Weekly.

Þar greinir hann frá því að hann hafi átt við kókaínfíkn að stríða alveg þar til í fyrra. Einnig kemur fram að hann hafi verið nær dauða en lífi á hótelherbergi í Hong Kong: "Það leið næstum því yfir mig... Ég var að deyja. Ég sá líkamann á gólfinu. Mér var heitt og kalt á víxl og ég var hræddur. Mér leið hvorki eins og karli né konu."

Leikarinn segir að hann hafi aldrei sokkið dýpra en við tökur á myndinni "Knock Off" sem leikstýrt er af Tsui Hark og frumsýnd verður í Bandaríkjunum á næstunni. Tökum á henni lauk í ágúst í fyrra.

Van Damme fór í meðferð árið 1996 og segir að eftir að tökum á "Knock Off" hafi lokið hafi hann hætt allri eiturlyfjaneyslu. Í nóvember sakaði fjórða eiginkona hans, Darcy LaPier, hann um að beita sig ofbeldi og fá reiðiköst og kenndi hún eiturlyfjaneyslunni um.