IÐNTÆKNISTOFNUN (ÍTS) er með mikla fræðslustarfsemi á sinni könnu og eru þátttakendur á námskeiðum um 1200-1500 á ári. Sérstaða stofnunarinnar felst í þróun námsgagna og kennslu í gæðastjórnun. ÍTS býður starfsfræðslu á breiðu sviði en áherslurnar eru á starfsmannaþróun, stofnun fyrirtækja, gæðastjórnun og umhverfisstjórnun.
Iðntæknistofnun

IÐNTÆKNISTOFNUN (ÍTS) er með mikla fræðslustarfsemi á sinni könnu og eru þátttakendur á námskeiðum um 1200-1500 á ári. Sérstaða stofnunarinnar felst í þróun námsgagna og kennslu í gæðastjórnun.

ÍTS býður starfsfræðslu á breiðu sviði en áherslurnar eru á starfsmannaþróun, stofnun fyrirtækja, gæðastjórnun og umhverfisstjórnun.

ÍTS er líka í því að bjóða þeim sem kenna og leiðbeina fólki á vinnumarkaði hagnýta fræðslu um kennslu og leiðbeiningartækni.

STOFNUNIN er þátttakandi í fjölþjóðlegum fræðsluverkefnum, t.d. um umhverfisstjórnun í smáfyrirtækjum, ræktun bleikju og vistvæna ferðaþjónustu.

VEFSÍÐAN hjá Iðntæknistofnun er www.iti.is og fást þar upplýsingar um námskeið.