EINKASÝNING á málverkum Ingimars Friðgeirssonar verður opnuð í Suðursal Safnasafnsins á Svalbarðsströnd sunnudaginn 30. ágúst. Ingimar fæddist 1908 í Landamótsseli í Kinn en fluttist með foreldrum sínum átta ára gamall að Þóroddsstað í sömu sveit. Þar átti hann heima síðan og var sauðfjárbóndi til ársins 1983 er hann brá búi og fluttist til Akureyrar.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd

Málverkasýning Ingimars Friðgeirssonar

EINKASÝNING á málverkum Ingimars Friðgeirssonar verður opnuð í Suðursal Safnasafnsins á Svalbarðsströnd sunnudaginn 30. ágúst.

Ingimar fæddist 1908 í Landamótsseli í Kinn en fluttist með foreldrum sínum átta ára gamall að Þóroddsstað í sömu sveit. Þar átti hann heima síðan og var sauðfjárbóndi til ársins 1983 er hann brá búi og fluttist til Akureyrar.

Ingimar lærði meðferð olíulita á námskeiði hjá félagsstarfi aldraðra og var kennari hans þar Kristinn G. Jóhannsson listmálari. Sýning Ingimars er opin daglega frá kl. 11-18.

Á sama tíma eru 7 aðrar sýningar í safninu; alþýðulist, handverk, brúðusafn og hannyrðir. Einnig 600 bækur um fjölbreytileg efni. Sýningum sumarsins lýkur 20. september, inngangseyrir er 300 kr. fyrir fullorðna en enginn fyrir börn innan fermingar.