"ÞETTA kom mér ekki á óvart vegna þeirra skiptu skoðana sem verið hafa í þingflokkunum og ég býst við að þó að það sé talsverður áhugi í stjórnarþingflokkunum á að selja bankanna þá hafi þeir ekki treyst sér til að fara í slík viðkvæm og umdeild mál fyrir kosningarnar," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, um viðbrögð sín við niðurstöðu ríkisstjórnarinnar.
Kristín Halldórsdóttir

Kom ekki á óvart

"ÞETTA kom mér ekki á óvart vegna þeirra skiptu skoðana sem verið hafa í þingflokkunum og ég býst við að þó að það sé talsverður áhugi í stjórnarþingflokkunum á að selja bankanna þá hafi þeir ekki treyst sér til að fara í slík viðkvæm og umdeild mál fyrir kosningarnar," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, um viðbrögð sín við niðurstöðu ríkisstjórnarinnar.

"Þá tel ég það góðs vita ef bankamálaráðherra og ríkisstjórnin hafa áttað sig á því að það eru verðmæti í þessum bönkum og að þá þurfi ekki að selja strax þó svo að einhverjir sýni áhuga. Það er útaf fyrir sig brýnt að hagræða í bankakerfinu og ýmsir möguleikar í því sambandi. Ég tel til dæmis að það væri farsælt að hafa tvo nokkuð sambærilega banka sem gætu keppt á jafnræðisgrunni. Aðalatriðið er að ganga svo frá málum að bankarnir fái að þróast á heilbrigðan hátt þannig að bæði almenningi sem og fyrirtækjum sé tryggð sem best þjónusta án allrar mismununar og óeðlilegrar fyrirgreiðslu sem verið hefur landlæg hér. Mikilvægt er að tryggja dreifða eignaraðild og hamla gegn blokkamyndun," sagði Kristín.

"Ég sé ekki hvað knýr á breytingar varðandi Fjárfestingabankann þar sem lögin um hann eru tiltölulega ný. Þetta slær mann eins og að ráðherrunum hafi fundist að eitthvað þyrfti að koma út úr þessari hringavitleysu," sagði Kristín að lokum.