RÍKISSTJÓRN Kjells Magne Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, stendur nú frammi fyrir alvarlegri áskorun vegna fylgisaukningar Verkamannaflokksins eftir miklar vaxtahækkanir og ólgu í efnahagsmálum landsins. Þetta sýndu niðurstöður skoðanakönnunar, sem birtar voru í Noregi í gær.

Fylgi við norsku stjórnar-

andstöðuna eykst

Ósló. Reuters.

RÍKISSTJÓRN Kjells Magne Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, stendur nú frammi fyrir alvarlegri áskorun vegna fylgisaukningar Verkamannaflokksins eftir miklar vaxtahækkanir og ólgu í efnahagsmálum landsins. Þetta sýndu niðurstöður skoðanakönnunar, sem birtar voru í Noregi í gær.

Könnunin, sem Scan-Fact gerði fyrir dagblaðið Verdens Gang og norska ríkisútvarpið, sýndi að fylgi við Verkamannaflokkinn hefur vaxið í 40%, sem er meira en það hefur mælzt sl. fjögur ár. Það var 35,5% í júní.

Fylgi við Kristilega þjóðarflokkinn, flokk Bondeviks, sem er stærstur borgaraflokkanna þriggja sem standa að núverandi minnihlutastjórn, er hins vegar komið niður í 13%. Samtals hafa stjórnarflokkarnir 20,5% fylgi samkvæmt könnuninni.

"Ég tel að þetta sér til marks um að fólk lítur á Verkamannaflokkinn sem kjölfestu sem treystandi sé á til að ná tökum á efnahagsmálunum," sagði Thorbjörn Jagland, leiðtogi flokksins, þegar hann var inntur álits á niðurstöðum könnunarinnar.

Hlutabréfavísitalan stöðugri

Vextir í Noregi hafa hækkað upp úr öllu valdi á undanförnum hálfum mánuði og gengi krónunnar hefur fallið verulega. Þetta hefur gerzt í kjölfar þess að traust á norskt efnahagslíf hefur beðið hnekki vegna verðlækkunar á olíu og fleiri einkenna sem benda til þess að hagsveiflan sé nú á leið niður á við. Norska hlutabréfavísitala lækkaði enn í gær, eftir mikið fall fyrr í vikunni, en kauphallarsérfræðingar töldu að fallið yrði ekki öllu meira úr þessu. Gengi krónunnar hækkað lítillega.