Í ályktun um skólamál er skorað á ríkisvaldið að auka framboð á kennaramenntun um land allt þannig að sem allra fyrst verði hægt að ráða réttindakennara í allar stöður. Lýst var yfir stuðningi við störf Launanefndar sveitarfélaganna og hvatt til samstöðu í launamálum.

Lágmarks-

fjölda ekki breytt

TILLAGA um að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum verði hækkaður úr 50 í 800- 1.000 kom ekki til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í ályktun um sameiningu sveitarfélaga segir hins vegar að ef ekki náist viðunandi árangur í sameiningu sveitarfélaga á því kjörtímabili sem nú er nýhafið sé mikilvægt að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga fjalli um aðrar leiðir í sameiningarmálum en farnar hafa verið til þessa.

Í ályktun um skólamál er skorað á ríkisvaldið að auka framboð á kennaramenntun um land allt þannig að sem allra fyrst verði hægt að ráða réttindakennara í allar stöður. Lýst var yfir stuðningi við störf Launanefndar sveitarfélaganna og hvatt til samstöðu í launamálum.

Biðja ekki um lög um uppsagnir

Í drögum að ályktun var hvatt til þess að sett verði skýr ákvæði í lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem kveði á um réttarstöðu atvinnurekenda og launþega varðandi uppsagnir sem lagðar eru fram til að knýja fram breytingar á launakjörum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lagði fram tillögu um að þessi hluti ályktunarinnar yrði felldur út. Hún sagðist ekki telja rétt að sveitarfélögin færu að óska eftir slíkri lagabreytingu, en þau myndu að sjálfsögðu veita umsögn um hana ef frumvarp þessa efnis kæmi fram á Alþingi. Tillaga Ingibjargar var samþykkt en athygli vakti að bæði núverandi og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri greiddu atkvæði gegn henni.