FLESTIR nemendur í söngdeild Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs eru í fullri vinnu og söngurinn er því mikilvægt áhugamál en Keith Reed söngkennari leggur meiri áherslu í söngkennslunni á hvernig fólk er heldur en hvernig fólk syngur. Hulda Víðisdóttir er í söngnámi hjá Keith Reed. Hún hefur aldrei lært söng áður en alltaf haft gaman af því að syngja.
Söngdeild "Eins og

að finna sér stað" Söngdeild Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Söngkennari er Keith Reed og eru nemendur um þrjátíu.

FLESTIR nemendur í söngdeild Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs eru í fullri vinnu og söngurinn er því mikilvægt áhugamál en Keith Reed söngkennari leggur meiri áherslu í söngkennslunni á hvernig fólk er heldur en hvernig fólk syngur. Hulda Víðisdóttir er í söngnámi hjá Keith Reed. Hún hefur aldrei lært söng áður en alltaf haft gaman af því að syngja. "Ástæðan fyrir því að ég fór út í sönginn var sú að ég var búin að stunda jóga í 6 ár og vinna töluvert með líkamann. Ég fann að hálsstöðin var ekki í góðu ásigkomulagi og varð oft fyrir því að ef ég talaði lengi þá gaf röddin sig og varð rám. Ég tók fyrst tíu tíma í söngkennslu hjá Laufeyju Egilsdóttur 1994 en hún var búsett hérna og stundaði sjálf nám í söng á Akureyri. Hún barðist hart fyrir því að stofna söngdeild við Tónlistarskólann og stóð fyrir undirskriftasöfnun þess efnis. Ég skrifaði undir þann lista bæði sem stuðningsaðili og einnig sem væntanlegur nemandi. Söngdeildin var síðan stofnuð 1996 en þá fluttist Keith Reed hingað ásamt fjölskyldu sinni. Ég hefði ekki farið í þetta nám nema að undangengnum þessum samskiptum við Laufeyju. Mig langaði en hafði ekki kjark. Það voru uppi alls konar hugmyndir innra með sjálfri mér, s.s. að láta sér detta í hug að fara í nám, komin á þennan aldur og með fullt hús af börnum. Það rifjaðist upp fyrir mér samtal sem ég átti við föðursystur mína, þó nokkrum árum áður, þegar hún var á svipuðum tímamótum að íhuga inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann: Í því samtali komum við inn á spurningarnar: Hvers vegna á bara að gera "praktíska" hluti? Af hverju ekki að gera eitthvað fyrir sjálfan sig sem maður getur notið og haft ánægju af?" "Söngurinn hefur opnað mig að mörgu leyti. Ef þú hugsar til æskunnar til þeirra hluta sem þú hafðir gaman af án þess að velta því fyrir þér hvort það var gaman. Þetta er eins og að finna sér stað. Þarna er ég minnst að hafa áhyggjur af því að þurfa að gera þetta fyrir aðra. Ég er að skemmta sjálfri mér. Þegar mér tekst best upp að syngja þá finnst mér ég syngja mig inn í eitthvert tóm og finn mjög sterka tengingu innra með mér. Ég upplifi sönginn eins og að ganga úti í náttúrunni og vera ein með umhverfinu og öllum þeim hljóðum sem þar eru." Morgunblaðið/Anna Ingólfs HULDA Víðisdóttir söngnemandi ásamt kennara sínum Keith Reed.