MYNDLISTARSKÓLI Kópavogs á 10 ára afmæli í haust. Af því tilefni verður skólasýning í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Sýningin verður opnuð 3. október og verða þar verkefni eftir alla nemendur skólans frá vorönninni. Haustönn hefst 5. október og verður kennt í mörgum þáttum myndlistar fyrir börn og fullorðna.
Myndlist í Kópavogi MYNDLISTARSKÓLI Kópavogs á 10 ára afmæli í haust. Af því tilefni verður skólasýning í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Sýningin verður opnuð 3. október og verða þar verkefni eftir alla nemendur skólans frá vorönninni. Haustönn hefst 5. október og verður kennt í mörgum þáttum myndlistar fyrir börn og fullorðna.

Fyrir 4 árum var fyrsta sumarnámskeiðið haldið og hefur verið góð aðsókn á hverju sumri.

Skólinn hefur lagt áherslu á alla grunnþætti myndlistarkennslu en einnig nú tekið inn tölvutæknina í unglingadeildir.

Samvinna við Myndlistarskóla Akureyrar og Reykjavíkur hefur skilað góðum árangri í þessari nýju vídd sem tölvutæknin opnar. Hafa skólarnir notið til þessa styrkja frá ríki og bæjarfélögum.