HLUTABRÉFAMARKAÐIR heims máttu enn einn daginn að kenna á fjármálaöngþveitinu í Rússlandi í gær, föstudag. Evrópsku markaðirnir höfðu almennt lækkað í kringum 2% við lokun og höfðu þá rétt nokkuð úr kútnum yfir daginn eftir að hafa hrapað um allt 5% um tíma fyrr um daginn.


Markaðirnir falla enn

London. ReuterHLUTABRÉFAMARKAÐIR heims máttu enn einn daginn að kenna á fjármálaöngþveitinu í Rússlandi í gær, föstudag. Evrópsku markaðirnir höfðu almennt lækkað í kringum 2% við lokun og höfðu þá rétt nokkuð úr kútnum yfir daginn eftir að hafa hrapað um allt 5% um tíma fyrr um daginn.

Á stærsta markaði Evrópu í London féll FTSE-100 vísitalan um 2,2% og hefur ekki verið lægri í 7 mánuði meðan Frankfurt-markaðurinn í Þýskalandi lækkaði um 1,7% eftir að hafa náð að rétta sig við eftir nær 5% lækkun.

Um það leyti sem evrópsku markaðirnir lokuðu hafði Dow Jones-vísitalan í Wall Street lækkað um 1,2% eftir að hafa unnið nokkuð upp af 4,2% falli sínu á fimmtudag sem olli hinni mestu skelfingu á mörkuðum bæði í Asíu og Evrópu í kjölfarið á föstudag. Til dæmis höfðu japönsku markaðirnir ekki verið lægri um 12 ára skeið eftir að Nikei-vísitalan japanska hafði sigið um 3,46%.

Á gjaldeyrismarkaði endurheimti markið að nokkru fyrri styrk gagnvart dollar þegar þrýstingur í þá veru að losa sig við gjaldmiðilinn í ljósi ástandsins í Rússlandi rann út í sandinn. Dollarinn gekk heldur til baka eftir að evrópsku hlutabréfamarkaðirnir tóku að vinna sig upp úr mestu lægðinni í gær og Kremlverjar höfðu borið til baka að Jeltsin ætlaði að segja af sér.

Helstu lykiltölur á mörkuðunum urðu annars þessar: SE-100 vísitalan í London hafði við lokun hækkað um 119,1 punkt í 5249,4, X-DAX vísitalan í Frankfurt lækkaði um 86,93 punkta í 4925,80, og CAC-40 í París lækkaði um 36.67 punkta í 3708,97. Á gjaldeyrismarkaði var markið skráð 1,7980 gagnvart dollar, jenið á 143,77 dollara og pundið var skráð á 1,6220,30. Gullverð var skráð á 284,90 dollara únsan, upp um 0,39 og olíufatið af Brent á 12,24 dollara eða hækkun um 0,15 frá deginum áður.