Hann gekk einn á móti haustinu og sólin sendi hlýja geisla niður til hans og hann þræddi jökulröndina og droparnir vættu fölan haustgróðurinn. Og hann hlustaði á veikt gjálfur dropanna sem féllu úr jökulröndinni og urðu að seitlandi smásprænum sem runnu í lindina.


HRAFN SÆMUNDSSON

HAUSTBRÁÐ

Hann gekk einn á móti haustinu og sólin

sendi hlýja geisla niður til hans og hann þræddi

jökulröndina og droparnir vættu fölan haustgróðurinn.Og hann hlustaði á veikt gjálfur dropanna

sem féllu úr jökulröndinni og urðu

að seitlandi smásprænum sem runnu í lindina.Og lindin var tær og speglaði haustsólina og

tók á móti dropunum án skilyrða því

lindin vissi að jökulvatnið var hreint og tært.Og lindin og jökulvatnið mættust í lindinni

án orða í þögulli nánd og svalt vatnið

fléttaðist óbrotið yfir lindarbarminn á leið til hafsins.MEÐ TÓMAN MAL

Með fá orð í pokanum gengur hann

enn á brattann og finnur böndin

skerast í axlirnar af því að

fá orð síga í.Og hann hugsar um útlagann sem gekk

einn á brattann, lotinn og lúinn

af byrði þungri, tómum mal.Og hann heyrði kallað úr skýinu dimmum rómi:Láttu pokann síga því nú er ekki dagur til að æðrast.

Höfundurinn er fulltrúi og býr í Kópavogi.