HROLLVEKJUHÖFUNDURINN Stephen King viðurkenndi það nýlega að hann er verulega hræddur við kóngulær, skordýr auk þess að vera lofthræddur. King fór nýlega til Englands í fyrsta skipti í næstum 20 ár til að kynna nýjustu bók sína, "Bag of Bones", og játaði fyrir blaðamönnum: "Ég verð stundum hræddur. Ég skelfist kóngulær. Snákar hafa engin áhrif á mig. En ég þoli ekki skordýr.
Skelfist kóngulær

HROLLVEKJUHÖFUNDURINN Stephen King viðurkenndi það nýlega að hann er verulega hræddur við kóngulær, skordýr auk þess að vera lofthræddur.

King fór nýlega til Englands í fyrsta skipti í næstum 20 ár til að kynna nýjustu bók sína, "Bag of Bones", og játaði fyrir blaðamönnum: "Ég verð stundum hræddur. Ég skelfist kóngulær. Snákar hafa engin áhrif á mig. En ég þoli ekki skordýr. Ég hef enga innilokunarkennd en er hins vegar ákaflega lofthræddur."

King er einn af vinsælustu rithöfundum í heimi og hefur selt ríflega 250 milljónir bóka á borð við "Misery", "Carrie" og "Salem's Lot". Ótal kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans.